top of page
Jakob BW 2022.jpg

Um Jakob

 

Jakob Jóhannsson er fæddur á Akureyri árið 1966. Foreldrar hans eru Jógvan Purkhús (Færeyingur) og Rósa C. Magnúsdóttir. Maki er Ragna Leifsdóttir húðlæknir og þau eiga eina dóttur, Hilmu Jakobsdóttur.

 

Jakob hefur verið að teikna frá blautu barnsbeini. Hann sótti námskeið í Myndlistaskólanum á Akureyri sem barn og unglingur. Hann útskrifaðist af myndlistabraut Menntaskólans á Akureyri árið 1986. Þaðan lá leiðin í Myndlista- og handíðaskóla Íslands (nú Listaháskóli Íslands) og útskrifaðist hann þaðan sem grafískur hönnuður árið 1989.

 

Jakob hefur unnið sem hönnuður á nokkrum af helstu auglýsingastofum landsins ásamt því að reka sína eigin stofu í nokkur ár. Hann hefur líka unnið í mörg ár í sjónvarpi. Var hönnunarstjóri hjá RÚV í nokkur ár og svo hjá Stöð 2.

Hann hefur líka myndskreytt bækur og sjónvarpsþætti í gegnum tíðina.

 

Það var um síðustu aldamót sem Jakob fór að fást við að mála af alvöru. Hann hefur nú snúið sér að fullu að myndlistinni og er hún hans aðalstarf í dag.

 

Jakob er félagi í SÍM Sambandi íslenskra myndlistarmanna og

​í FÍM (félagi íslenskra myndlistarmanna) en þar situr hann í stjórn.

​

 

About Jakob

​

Jakob Jóhannsson (born 1966) is an Icelandic artist based in Reykjavik, Iceland. He is a graduate of the Iceland University of the Arts with a degree in Graphic Design, and has worked in advertising and Television for many years. 

He has also continued to create paintings as well, and is now a full time painter. 

 

In his paintings Jakob looks to depict moments of serenity, most often featuring a person in Iceland’s fantastic natural landscapes, where it’s easy to find peace and quiet - something most people search for in their lives.

  • Black Facebook Icon
  • Black Instagram Icon

© 2024 Jakob Jóhannsson

bottom of page